LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiBankahrun, Brandari, Fjölmiðill, Kreppa, Mótmæli, Munnmæli, Vísa
Ártal2008-2010
Spurningaskrá112 Kreppan; hrunið og Búsáhaldabyltingin

Sveitarfélag 1950Hveragerði
Núv. sveitarfélagHveragerðisbær
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1929

Nánari upplýsingar
Númer2010-1-14
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið14.9.2009/1.3.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-1-14


s1
Bankahrunið
Hvernig mundir þú lýsa andrúmsloftinu í þjóðfélaginu fyrir bankahrunið (lífsstíll, viðhorf, hugsunarháttur t.d.)?
- Fólk áttaði sig ekki hvað stefndi bankamenn og ríkisstjórn lugu fólki fram að bankahruni.

Árin fyrir hrunið einkenndust af miklum framkvæmdum og gríðarlegri þenslu. Hvenær finnst þér að þú hafir séð einhverjar vísbendingar um hvað væri í vændum?
- Eitt til tvö ár fyrir hrunið sá ég þetta fyrir. Hveragerðisbær lofaði byggingarfélagi lóðum undir heilt hverfi sem var skilað aftur eftir hrunið en ég sagði fyrst þarf að framleiða fólk til að búa í því.

Mikið var um gagnrýni á íslenska banka í útlöndum og jafnvel innanlands fyrir hrunið. Að hvaða leyti tókst þú mark á þessari gagnrýni og hvaða áhrif hafði hún á þig?  
- Hlustaði lítið á það, það hafði lítil áhrif á mig, er vanur skrítnum og óheiðarlegum vinnubrögðum frá bankastofnunum.

Segðu frá því sem þú upplifðir (tilfinningar, atburðir) þegar tilkynnt var um bankahrunið. Hvernig leið þér daginn eða dagana á eftir og hvernig líður þér núna?
- Hafði lítil áhrif á mig, líðan mín breyttist ekkert.

Finnst þér að þú skiljir/skiljir ekki orsök og afleiðingar hrunsins og hvernig ástandið er í þjóðfélaginu í dag? Geturðu lýst þessu?
- Orsakir hrunsins komu mjög illa við marga, sérstaklega ungt fólk, þekki það ekki mikið.

Margir hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að skuldir þeirra hafa margfaldast eða tapað fjármunum vegna hrunsins. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf viðkomandi, þitt eða annarra sem þú þekkir til?
- Þetta hefur ekki haft áhrif á mig á neinn hátt en ég hef heyrt um hjón sem áttu sparifé sem fjármálastjóri hjá Glitni ráðlagði þeim að kaupa hlutabréf fyrir og töpuðu öllu.

Íslendingar sem bjuggu erlendis lentu margir í fjárhagsörðugleikum og sumir ferðamenn gátu ekki notað íslensk greiðslukort í útlöndum. Þekkir þú einhver dæmi um þetta sem þú getur sagt frá?
- Þekki ekkert um það.

Talað var um að æðstu stjórnendur banka bæru gríðarlega ábyrgð og ættu þess vegna að hafa laun í samræmi við það. Hvaða skoðun hafðir þú á þessu fyrir hrunið? En í dag?

Hvað fannst þér um hina svo kölluðu útrásarvíkinga fyrir hrunið? En í dag?
- Þeir voru ábyrgðarlausir stuttbuxnastrákar.

Meðan allt lék í lyndi héldu ýmsir því fram að tala ætti ensku í stórfyrirtækjum hér á landi. Hvað fannst þér um þetta á sínum tíma? En í dag?
- Átti að hafa það í sama stíl og þegar danska var aðalmál embættismanna og þeirra ríku og fínu frúrnar í Reykjavík voru frú Gúmundsson og allt eftir því.


Mótmælin - Búsáhaldabyltingin  
Hvernig fréttir þú af mótmælunum? Hvenær fórst þú að taka mark á mótmælunum og skipuleggjendum þeirra eða gerðirðu það kannski alls ekki?
- Kom ekki nálægt neinum mótmælum.

Tókst þú þátt í mótmælunum og hvers vegna? Ef þú tókst þátt hvað var kornið sem fyllti mælinn?
- Kom ekki nálægt neinum mótmælum.

Hefur þú mótmælt áður (fyrir hrunið) og ef svo er hvenær og af hvaða tilefni?
- Kom ekki nálægt neinum mótmælum.

Hvernig fannst þér að stemningin eða andinn hafi verið á mótmælunum?

s2
Hvaða skoðun hefur þú á átökunum við lögregluna? Áttu þau fullan rétt á sér eða e.t.v. alls ekki? Fannst þér mótmælin ganga of langt, vera passleg og réttlát eða hafa gengið of skammt?
- Mótmæli geta alltaf gengið of langt. Líkaði það vel þegar fólk fór að verja lögregluna það þykir öllum sjálfsagt að deila á lögreglu og gera henni allt skammar sem þeir gera líka arga henni á fólk.

Hvað finnst þér um frammistöðu lögreglunnar?

Telur þú að mótmælin hafi skipt máli eða skilað einhverjum árangri? Hvernig þá?

Segðu frá slagorðum og orðatiltækjum í tengslum við mótmælin sem þér er kunnugt um.

Hefur þú tekið þátt í öðrum mótmælum nýverið, t.d. gegn Icesave? Viltu segja frá þessu?


Kreppan
Finnst þér að það sé eða hafi verið kreppa á Íslandi sl. 12-14 mánuði? Hvernig hefur þú orðið var við hana?

Hefur þú upplifað kreppu áður? Að hvaða leyti er núverandi kreppa sambærileg eða ekki sambærileg við aðrar kreppur sem verið hafa í landinu að þínu mati?

Hvernig hefur kreppan haft áhrif á neysluvenjur þínar (innkaup, akstur, munaðarvörur t.d.)?

Hver eru helstu áhrif kreppunnar á fjölskyldulíf þitt (streita, heilsufar, samvera t.d.)?

Hver telur þú að sé upplifun barna almennt af kreppunni? Hafa þau verið upplýst um hana og ef svo er á hverju hefur það helst oltið (aldri t.d.)?

Upplifir þú að löngun þín til að taka þátt í félagslífi og grasrótarstarfsemi hafi breyst á undanförnu ári? Geturðu lýst þessu?

Hefur kreppan haft áhrif á andlega líðan þína eða þinna nánustu? Ef svo er hvaða ráð hefur þú notað til að takast á við þetta?

Hvaða áhrif hefur kreppan haft á trúarlíf þitt (fer oftar/sjaldnar í kirkju t.d.)?

Í hvaða mæli hefur þú tekið upp „þjóðleg“ gildi eða siði í kjölfar hrunsins (ísl. matur, vel íslenskt, ferðast innanlands t.d.)?

Hefur lífsviðhorf þitt hugsanlega breyst á einhvern hátt eftir hrunið og þá hvernig?

Hefur viðhorf þitt gagnvart því að búa á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi  breyst á undanförnu ári og hvers vegna?

Hefur þú misst vinnuna? Ef svo er hvaða áhrif hefur það haft á þig og þína nánustu?

Hvernig hefur kreppan með tilheyrandi niðurskurði haft áhrif á vinnustað þinn?

Hvaða nýsköpun er þér kunnugt um eða annað jákvætt sem gæti komið út úr kreppunni?

Hefur þú eða fólk sem þú þekkir leitað til hjálparsamtaka sem afleiðing af hruninu eða kreppunni? Viltu segja frá þessu?

Hefur þú íhugað að flytja úr landi? Hvers vegna og hvert þá helst? Þekkirðu aðra sem hafa gert það, til hvaða landa og hvers vegna?
- Áttræður maður flytur ekki úr landi.

Áhrif kreppunnar á framtíðaráform ungs fólks eru margvísleg, t.d. í sambandi við húsnæðiskaup. Hver er reynsla þín af þessu?
- Hrunið hefur farið illa með ungt fólk með bíla- og húsnæðislánum.

Finnst þér að þú hafir orðið var/vör við óraunhæfar væntingar fólks í sambandi við björgunaraðgerðir frá hinu opinbera? Hvernig lýsir þetta sér?
- Aðgerðir bankanna eru lítils virði, þeir níðast á fólki til að bjarga eigin skinni.

Annað sem tengist kreppunni og þú vilt segja frá, t.d. hvaða lærdóm má draga af henni.
- Fólk sem man eftir kreppunni sem byrjaði 1929 skilur ekki vinubrögð hjá fólki í dag sem heldur að peningar verði til í bankanum.


Fjölmiðlun, umræða og upplýsingagjöf  
Hvernig finnst þér að fjölmiðlar hafi staðið sig við að upplýsa almenning um ástandið og ákvarðanir stjórnvalda? Hefur umræðan verið nægilega lýsandi eða skilvirk?
- Fjölmiðlar í sambandi við það sem mest var aðkallandi notuðu stjórnarandstæðingar oft fyrir tíma til að halda kosningaræður.

Hafa upplýsingar frá stjórnvöldum verið fullnægjandi að þínu mati? Ef ekki hvað finnst þér að helst skorti?
- Að ekki var tekið á vitleysisgangi útrásarvíkinganna mikið fyrr.

Hvað finnst þér um hina pólitísku umræðu í sambandi hrunið og Icesave? Hefur hún t.d. verið skiljanleg/óskiljanleg?
- Stjórnarandstaðan fannst mér nota hana til að skara eld að sinni köku en ekki hugsa um þjóðarhag.

Hafa skoðanir þínar hugsanlega fremur mótast af viðræðum við annað fólk, bloggi, spjallrásum eða Facebook og þá hvernig?

Facebook var mikið notað við að skipuleggja mótmæli og fjöldi hópa stofnaðir um hitt og þetta. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um í hvaða hópa þú skráðir þig og hvers vegna.
- Nota ekki tölvur og var hvergi skráður notandi.


Annað
Þekkirðu sögur af jákvæðum eða neikvæðum viðhorfum erlendis í garð Íslendinga eftir hrunið? Segðu frá!
- Ekkert sem hefur fest mér í minni. Sumir sem töluðu mikið mættu hugsa um vísuna:
Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn,
finni hann laufblað fölnað eitt,
fordæmir hann skóginn.

Fólk sem er ungt að árum í dag fer oft illa með peninga, almenningur drekkur út á óráðsíu einkavæðingu bankanna sem var bara til að koma þeim í eigur útlendinga.

Hvaða brandara, vísur og sögusagnir um spillingu, klíkuskap, forréttindi, óhóf, mútur og svindl hefur þú heyrt í tengslum við bankahrunið, kreppuna og Icesave? Skemmtilegt væri að fá þetta sett á blað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.