header

Haustmót 2016 - fyrri keppnisdegi lokið

Haustmót 2016 hófst í dag 24. september í Skautahöllinni í Reykjavík. Mótið er fyrsta mót vetrarins og ánægjulegt var að sjá hversu sterkar stelpurnar okkar eru að koma inn eftir sumarfrí. Fimm flokkar luku keppni í dag: 8, 10, 12 ára og yngri B sem og Stúlkna- og Unglingaflokkur B. Sjá úrslit.

Emilía Rós Ómarsdóttir Ljósm Helga Hjaltadóttir
Ljóst er að samkeppnin verður hörð þetta keppnistímabilið þar sem oft var mjótt á munum. Óskum við öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Eftir stutt prógram í Unglingaflokki (Junior) A vermir Emilía Rós Ómarsdóttir (SA) 1. sætið með 35,07 stig. Fast á hæla hennar koma þær Kristín Valdís Örnólfsdóttir (SR) með 32,85 stig, Margrét Sól Torfadóttir (SR) með 31,42 stig og Eva Dögg Sæmundsdóttir (SB) með 29,49 stig. Því verður spennandi að sjá hvernnig þeim mun ganga í frjálsu prógrami á morgun.

Sömu sögu má segja um Stúlknaflokk (Novice) A þar sem stigamunur fjörgurra efstu keppendanna er ekki nema fjögur stig. Taka þar slaginn Akureyrarstúlkurnar Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og fylgir Helga Karen Petersen frá Birninum þeim fast á eftir.

Því má búast við spennandi keppni á morgun í frjálsu prógrami Stúlkna- og Unglingaflokki A auk þess sem 8, 10 og 12 ára og yngri A flokkar munu hefja keppni. Við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með. Aðgangur er ókeypis

Viðmið 2016-2017

Skautasamband Íslands hefur nú uppfært viðmið 2016-2017.

Valnefnd Skautasambands Íslands hefur það verkefni að velja keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti, Junior Grand Prix sem og önnur alþjóðleg mót.

Viðmið ÍSS fyrir tímabilið 2016-2017  

Haustmót 2016 - breytt dagskrá aðalæfinga

Haustmót ÍSS 23. - 25. september í skautahöllinni í Laugardal

Drög að dagskrá og keppendalisti liggja nú frir.  Dregið verður um keppnisröð á morgun þriðjudaginn 19. september.  Keppnisröð verður birt á heimasíðu eigi síðar en á miðvikudag (20. september). 

ATH!. dagskrá getur breyst , keppnistímar verðar færðir til innan dagsins og upphitunarflokkar sameinaðir ef afföll gefa tilefni til.

Athugið breyttar tímasetningar á aðalæfingum á föstudegi og laugardegi sem og að dagskrá mun hefjast kl 07:30 á laugardagsmorgni vegna afar knapprar tímatöflu.

Read more... • Askur logo - 132x61
 • Icewear logo-90x90
 • thumb 0509 web-skautasamband Höldur

 • Bryggjan - 160x63
 • nm new logo red 80x80
 • sjávargrillið logo - 99x70

 • isi

 • aha veitinga logo 145x55

 • Hagkaup logo - 202-61
 • Opin Kerfi Logo 176x54
 • cabin 95x67
 • Center hotels 73x90