Bílar í hættu í Landeyjahöfn vegna öldugangs

4.Maí'17 | 14:48
landeyjar_bilabru

Hér má sjá ekjubrúnna liggja ofan í sjó skömmu eftir atvikið.

Litlu munaði að illa færi í gær, þegar verið var að keyra bíla um borð í Baldur í Landeyjahöfn í gær fyrir fyrstu ferð ferjunnar. Snarleg viðbrögð bílstjóra komu í veg fyrir að verr færi, þegar ferjan hreyfðist til með þeim afleiðingum að rampurinn sem keyrt er eftir losnaði frá bryggjunni. 

Einn bíll var á rampnum og náði bílstjórinn með snarræði að keyra bílinn um borð. Bílstjórinn í bílnum sem á eftir kom var ekki kominn upp á rampinn og náði að stöðva bílinn. Ruv.is greinir frá.
 
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bílarnir þó ekki sérstaklega nálægt því að fara í sjóinn, en bílstjóra og farþega í fyrri bílnum leist þó heldur illa á blikuna þegar atvikið kom upp.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Grettissyni, forstöðumanni ferjureksturs Eimskips, kom hreyfing á ferjuna í höfninni með þessum afleiðingum. Slíkt sé þekkt með Herjólf, en munurinn sé sá að Baldur er ekki jafn vel búinn spilum sem notuð eru til að binda ferjuna við bryggjuna. „Þetta var í fyrsta skipti sem við notum þessa ferju við þessar aðstæður í þessari höfn,“ segir Gunnlaugur. Nú sé það því betur ljóst hvernig ferjan hegði sér í slíkum aðstæðum.

Hann segir að Landeyjahöfn sé nokkuð erfiðari en margar aðrar hafnir, vegna þess hve sjórinn hreyfist mikið þar. Áður hafi komið upp atvik með Herjólf, þar sem landgangar hafi meðal annars brotnað. Slík atvik séu aldrei af hinu góða og segir Gunnlaugur að sem betur fer hafi ekkert alvarlegt gerst. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum að gerist,“ segir Gunnlaugur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is