Hverjar eru nýjungarnar í Thunderbird 3

Við vonum að þú njótir nýjunganna í Thunderbird. Við erum með nýja leit, tölvupóst í flipum, safnvistun tölvupósts, og hundruð nýrra viðbóta sem gera Thunderbird 3 að þínu forriti.

Leitaðu með háþróuðum leitartólum

Sláðu inn leitartexta í víðværu leitarstikuna og þá opnast leitarniðurstöður í nýjum flipa. Þú getur fundið nákvæmlega það sem þú ert að leita að með því að nota Thunderbird síur og tímalínutól.

Tölvupóstur í flipum

Ef þú ert ánægður með flipa í Firefox, muntu dýrka tölvupóst í flipum. Tvísmelltu eða ýttu á enter í tölvupósti til að opna póstinn í nýjum flipa. Þú getur hægri smellt á póst eða möppur til að opna í flipa í bakgrunni.

Safnvistun

Ef þú ýtir á Safnvista hnappinn eða ýtir á ‘a’ lykilinn verður tölvupósturinn geymdur í safni. Að safnvista færir tölvupóst frá innhólfi yfir í nýja safnvistunarkerfið.

Ný atriði til að prófa:

Fyrir meiri upplýsingar um forritið, kíktu á Thunderbird heimasíðuna.