Byrjandi
Þysja inn, Þysja út
Ertu þreyttur á smáum texta? Viltu sjá myndir nær? Núna geturðu auðveldlega þysjað inn og út á vefsíðum.
Prufaðu þessar Tab brellur
Ef þú ert sú manngerð sem er með margar vefsíður opnar á sama tíma, muntu örugglega hafa gagn af flipa vafri. Hérna eru nokkrar lyklaborðs flýtivísanir sem munu hjálpa þér að ná stjórn á flipunum:
Bæta bókamerki við með einum smelli
Haltu utan um vefsvæði sem þér finnst góð (og sparar líka tíma) með einum smelli. Þegar þú heimsækir síðu sem þú vilt muna eftir, smelltu þá á stjörnu táknmyndina á staðsetningarslánni. Firefox mun bæta síðunni við í bókamerki þannig að þú getur auðveldlega fundið hana aftur.
- =buildPlatformImage('/img/tignish/tips/security-icon-01.png', 'Öryggistáknmynd', '60', '53', null, array('mac', 'linux', 'xp'))?> Vefsvæðið býður upp á auðkenni og verndar persónupplýsingar fyrir hlerun.
- =buildPlatformImage('/img/tignish/tips/security-icon-02.png', 'Öryggistáknmynd', '60', '53', null, array('mac', 'linux', 'xp'))?> Vefsvæðið býður upp á grunn auðkenni og verndar persónuupplýsingar fyrir hlerun.
- =buildPlatformImage('/img/tignish/tips/security-icon-03.png', 'Öryggistáknmynd', '60', '53', null, array('mac', 'linux', 'xp'))?> Vefsvæðið býður ekki upp á neitt auðkenni
Vertu viss um við hvern þú ert að eiga við
Algeng aðferð hjá netsvikurum er að setja upp fölsuð svæði, þekkt sem vefveiðar, sem þykjast vera bankinn þinn, uppáhalds verslunin þín, o.s.frv. Sem betur fer gerir Firefox það auðvelt að sjá hvaða svæði eru virkilega þau sem þau segjast vera - smelltu bara á vefsvæðatáknmyndina til að sjá snögga yfirsýn yfir auðkennið.
Árásarsvæði eða fölsuð svæði. Að gefa þessum svæðum persónuupplýsingar, eða jafnvel bara heimsækja þau getur verið hættulegt.


Betri árangur með flýtivísum
Firefox inniheldur margar lyklaborðsflýtivísanir sem eru hannaðar til að gera þér lífið létt. Hér eru nokkrar af okkar uppáhalds:
Meðal klár
Þú ert flokkaður
Þegar þú ert kominn með stóran lista af bókamerkjum, þá getur orðið erfitt að halda utan um það. Til að halda skipulagi, geturðu sett tög á bókamerki: tvísmelltu á stjörnutáknmyndina og þá birtist gluggi til að setja inn tög.
Þú getur sett eins mörg tög á vefsvæði og þú vilt (mundu bara að setja kommu á milli hvers tags), og þá er auðvelt að finna svæðið aftur með því að slá inn tagið í staðsetningarslánna. T.d., ef þú slærð inn "ferðalög" í staðsetningarslánni þá birtast öll þau vefsvæði sem þú settir í bókamerki þegar þú varst að leita að orlofsstöðum.
Vita allt um viðbætur
Auðvitað er venjulega útgáfan af Firefox full af möguleikum, en af hverju enda þar. Það eru til meira en 5.000 viðbætur — litlir aukahlutir sem sérsníða Firefox — sem þú getur niðurhalið og bætt við fyrir næstum hvað einasta sem þér dettur í hug. Farðu í Verkfæri → Viðbætur til að opna gluggann fyrir viðbætur og uppgötvaðu nýjar leiðir til að gera Firefox að þínum.
Leita með skynsemi
Þú þekkir nú þegar leitarslánna sem er innbyggð í Firefox. En vissurðu að þú getur sérsniðið hana með næstum því hvaða leitarvél sem er? Smelltu bara á táknmyndina til vinstri í leitarslánni til að sjá valmynd með sjálfgefnum stillingum.
Það sem meira er, smelltu á Sjá um leitarvélar… til að raða listanum, bæta við fleiri möguleikum og jafnvel úthluta flýtivísi á uppáhaldsleitarvélina þína. T.d., gætirðu gefið Google flýtivísun "G" - ef þú myndir svo vilja leita að kökuuppskriftum, þá slærðu inn "G kökuuppskrift" í staðsetningarslánna og þá birist heildarlisti.
Hraðleit
Að leita um leið og þú slærð eitthvað inn er handhægur tímasparnaður. Í staðinn fyrir að nota "Leita" slánna til að leita að orði á síðu, smelltu bara hvar sem er á síðuna og byrjaðu að slá inn orðið sem þig vantar. Bendillinn mun þegar í stað hoppa strax á fyrsta orðið með þeim texta.
Þú getur einnig notað þetta fyrir tengla. T.d, í staðinn fyrir að hreyfa músina yfir síðuna á "Læra meira" tengilinn, byrjaðu bara að slá inn orðið og þegar bendillinn finnur orðið, ýttu þá á enter.
Eyddu öllum ummerkjum
Vegna öryggis og friðhelgisástæðna, er ekki gott að skilja eftir sig slóð þegar þú vafrar (sérstaklega ef þú ert að deila tölvu). Firefox gerir þér kleyft að eyða vafra og niðurhals ferli, hreinsaðu flýtiminni og eyddu smákökum í einum smelli. Farðu bara í Verkfæri → Hreinsa persónuleg gögn… til að gera það. Eða, til að vera sérstaklega varkár, farðu í Verkfæri → Valkostir → Friðhelgi og hakaðu við "Í hvert skipti sem ég loka Firefox hreinsa persónuleg gögn".
Sérfræðingur
Farðu beint á uppáhaldsvefsvæðin
Þú getur bætt við lykilorðum á bókamerki fyrir auðveldari og fljótari aðgang. Í bókasafninu, geturðu bætt við stuttu lykilorði í lykilorðasvæðið, og þá geturðu fengið aðgang að því bókamerki einfaldlega með því að slá það lykilorð inn í staðsetningarslánna. T.d, gætirðu gefið aðganginum þínum að del.icio.us “tenglar” sem lykilorð, og upp frá því ef þú slærð inn “tenglar” í staðsetningarslánna ferðu beint þangað.
Búðu til gáfaðar möppur
Ef þú ert sérfróður vafrari sem þarf oft að vista og fylgjast með fjölbreyttum vefsvæðum, þá er hér gagnlegur tímasparnaður: Með því að nota bókasafn Firefox 3, geturðu búið til og vistað leitir á möppur sem eru svo sjálfvirkt uppfærðar um leið og þú bætir við vefsvæðum í bókamerki og feril.
Byrjaðu á því að opna bókasafnið með því að velja "Raða bókamerkjum" frá Bókamerki valmyndinni. Sláðu svo inn leitarorðin í leitarsvæðið. Smelltu svo á Vista hnappinn til að búa til gáfaða möppu.
Hafðu stjórn á niðurhali
Ef stundar mikið niðurhal, þá geturðu notað niðurhalsgluggann til að hafa stjórn á öllu þínu niðurhali. Þú getur sett í bið og haldið áfram með niðurhal, og sparað tíma með því að opna skrár beint frá niðurhalsglugganum.
Ef þú þarft að finna gamalt niðurhal, farðu þá í Verkfæri → Niðurhal og notaðu leitarsvæðið til að finna skránna. Þegar þú ert búinn að finna skránna, tvísmelltu á skránna til að opna hana, eða hægri smelltu og veldu "Afrita niðurhalstengil".
Uppgötvaðu þróunartól
Ef þú ert vefari, þá munu þróunartól Firefox gera þér lífið auðveldara. Vefsvæðið Mozilla viðbætur býður upp á fjölmörg tól til að auðvelda þróunarferlið, með Firebug til að breyta, og vakta CSS, HTML og JavaScript beint í hvaða vefsíðu sem er, breyta gögnum til að skoða og breyta HTTP/HTTPS hausum og POST breytum, og DOM Inspector til að skoða hvaða HTML og CSS einindi með einföldum hægri smelli.
Settu upp vefinn eins og þú vilt hafa hann
Núna geturðu notað vef-samskiptareglur til að útvega hraðan aðgang að uppáhalds vefforritunum þínum. T.d., geturðu stillt Firefox þannig að ef þú smellir á mailto: tengil á hvaða vefsvæði sem er þá opnast upp nýr póstur í vefpóstinum þínum frekar en í sjálfgefna tölvupóstforritinu (athugaðu: þessi eiginleiki er bara til staðar fyrir vefpóst sem hefur skráð sig hjá Firefox 3).
Veldu Verkfæri → Valkostir → Forrit til að velja sjálfgefið forrit fyrir hverja samskiptareglu eða veldu “Spyrja alltaf” ef þú kýst frekar að velja forritið sjálfur í hvert skipti.
Ef þú ert vefforritari, Sjáðu þá hér meiri upplýsingar um hvernig þú bætir við stuðning við vef samskiptareglur í Mozilla Þróunarmiðstöðinni.