EXTRA_HEADERS; @include_once "{$config['file_root']}/{$lang}/includes/header-portal-pages.inc.php"; ?>

Betri upplifun á vefnum

Eða, hvað opinn samfélags knúinn vafri getur gert fyrir þig.

Hvað er náttúrulegur hugbúnaður?

Sem hugbúnaðarfyrirtæki, erum við dálítið óvenjulegir. Við notum hugtak eins og ‘náttúrulegur hugbúnaður’ til að draga saman hvernig við erum öðruvísi en hinir:

Okkar þekktasta vara, Firefox, er búinn til af alþjóðlegri hreyfingu þúsunda manna, þar sem aðeins lítill hluti eru raunverulegir starfsmenn.

Okkar verkefni sem hvetur okkur áfram er að stuðla að hreinskilni, nýjungum og tækifærum á vefnum frekar en viðskiptalegum hlutum eins og gróða eða verð hlutabréfa (hvað heldurðu: við erum ekki einu sinni með hlutabréf).

Og sem almenningsfélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, skilgreinum við velgengni það að byggja upp samfélag og bæta líf fólks. Við trúum á mátt og möguleika Netsins og viljum sjá það blómstra fyrir alla, alls staðar.

Firefox stúlka

Hvað er opinn hugbúnaður?

Þetta gæti hljómað í fyrstu sem fásinna, en vertu þolinmóður: við trúum því að því fleira fólk sem þekkir “leyndarmál” okkar, því betra.

Þannig að við afhjúpuðum Firefox frumkóðann - einmitt það sem er á bakvið þetta allt saman - til alls heimsins og hvöttum alla til að kíkja á.

Sumir sáu hluti sem hægt var að laga og gerðu lagfæringar. Aðrir höfðu hugmyndir um nýja hluti og gerðu það mögulegt. Enn aðrir tóku kóðann, bættu við eigin nýjungum og bjuggu til algerlega nýjar (og ótrúlegar) vörur.

Boðskapur sögunnar? Að vera opinn þýðir að góðir hlutir gerast. Hver sem er getur kíkt á bakvið tjöldin…í rauninni, eru alls engin tjöld tilstaðar.

Af hverju ætti þér ekki að vera sama?

Við erum kannski ekki venjulegt fyrirtæki, en við vitum hvað það er sem skiptir máli: að gera vefinn betri fyrir þig.

Að vera opinn þýðir að næsta góða hugmynd getur komið hvaðan að frá í heiminum frekar en bara frá nokkrum starfsmönnum í fyrirtækinu okkar. Ef þú lítur á þetta frá þessu sjónarhorni, hvers vegna ættum við að gera þetta á einhvern annan hátt?

Allt þetta tal um náttúrulegan opinn hugbúnað þýðir bara í rauninni betri vafra fyrir þig og hina 150 milljón Firefox notendur. Þetta þýðir meiri gæði og öruggari hugbúnað. Þetta þýðir nýsköpun, frelsi og að styðja við net sem er aðgengilegt fyrir alla.